Breytingar í nærumhverfi

Breytingar í nærumhverfinu: Bréfpokar undir óhrein föt frá leikskólanum, í stað plastpoka 🙂

Allar aðgerðir í átt að minni plastnotkun skipta máli, sama hversu smáar sem þær eru…
– – –
Ef fatnaður hefur orðið óhreinn eða blautur í leikskólanum hans Theodórs, hafa foreldrar almennt fengið hann afhentan í plastpoka til að taka með heim og þrífa. Í febrúar kom upp eitt slíkt tilfelli hjá okkur og þá ákvað ég að afþakka plastpokann og skildi hann eftir í leikskólanum en hélt bara á blautu buxunum út í bíl, með kurteisislegum orðum um að við værum að reyna að minnka plastnotkun – og minnka heimilissorpið almennt.

Við höfum ekki þurft að taka föt með heim síðan þá, fyrr en í gær. Og viti menn; buxurnar voru í þetta sinn í bréfpoka og leikskólakennarinn skælbrosandi munandi eftir því sem ég hafði sagt í febrúar. Þetta fannst mér geggjað framtak og þakkaði kærlega fyrir! Ég tók buxurnar með mér heim í pokanum og skellti þeim í óhreinatauið – og í morgun lét ég leikskólann hafa bréfpokann til að nota ný.

Í raun má segja að það sé óþarfi að setja óhreinu fötin í poka – kannski frekar spurning um praktískt atriði fyrir leikskólakennarana að halda óhreinum fötum barnanna til haga til að láta foreldrana síðan hafa – en það er þó mun betra að pappírspokar séu notaðir í málið frekar en plastpokar og því ber að fagna.

Allar breytingar á heimilinu og nærumhverfi okkar í átt að minni plastnotkun/minna heimilissorpi – sama hversu smáar sem þær eru – skipta máli 🙂

PS. Nú ætla ég að safna saman nokkrum bréfpokum sem hafa safnast upp í skúffum hjá mér og láta leikskólann hafa – og hvetja þannig leikskólakennarana til frekari plastpokalausra-dáða 🙂

 17498431_10212320822152649_721631541337304264_n
Þessi færsla var birt undir Nærumhverfið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s