Eitt umbúðalítið sjampósápustykki = 80 þvottar eða þrjár 250 g sjampóflöskur!

„En falleg lykt!“ sagði Magnús litli þegar ég var að handfjatla þessi sápustykki um daginn og það er sko hverju orði sannara! Ég vildi að ilmurinn gæti fylgt myndinni…

Var svo heppin að fá þetta flotta Lush-sápuúrval í jólagjöf frá minni elskulegu systur; sjampó, hárnæringar, andlitssápu og líkamssápu. Hvert og eitt stykki var pakkað „lekkert“ inn í þunnan pappír og á pappírnum var límmiði með upplýsingum um innihald og notkun.

Undanfarið ár hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í mismunandi tegundum af umbúðalitlum sápustykkjum fyrir hárþvott en aldrei verið nógu ánægð með útkomuna. Það sama var upp á teningnum þegar ég prófaði að nota ekki hársápu í rúman mánuð, gafst upp á því að lokum. Ætli þetta fari ekki allt eftir hárgerðinni, sama lausn virkar ekki á alla.

En þessar Lush-sápur hafa reynst mér frábærlega. Ef þið eigið e-n tíma leið fram hjá Lush-búð þá get ég til dæmis hiklaust mælt með gula sjampóstykkinu og myntugrænu hárnæringunni á myndinni – æðislegar vörur. Ég hef líka verið að nota ágætan svitalyktaeyði frá þeim í samskonar formi.

Á upplýsingamiða með gula sjampóstykkinu á myndinni segir til dæmis að það dugi í 80 þvotta og endist jafn lengi og þrjár 250 g sjampóflöskur! Ég get í það minnsta vottað að það fer sáralítið af því við hvern þvott, líklega svipað magn og við einn handþvott.

IMG_9255 (1)

Þessi færsla var birt undir Hreinlætis- og snyrtivörur. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s