Einfalt svar: Þvagi, saur, salernispappír og ælum.
ÖLLU öðru (blautþurrkum, eyrnapinnum, bómullarskífum, tannþráðum, hári osfrv.) þarf að fleygja í ruslafötuna – nema reyndar gömlum lyfjum, þau fara í apótekið.
Þetta ,,allt annað“ fer illa með:
– pípur og hreinsibúnað í fráveitukerfinu (= kostnaðarsamt fyrir okkur skattborgara), og
– hafið og fjörurnar komist það í gegnum hreinsibúnaðinn (=kostnaðarsamt fyrir komandi kynslóðir).
Ágætt að þetta komi hér fram þó allir að sjálfsögðu viti að klósettið er ekki ruslafata.
(Plaköt frá Norðurorku og Veitum)