Það er frábært að geta keypt umbúðalaus krydd, eins og t.d. í Krydd og Tehúsið.
Svo er líka hægt að fara t.d. í Tiger og Söstrene Grene og kaupa ýmis krydd í nettum pokum til að fylla á krukkurnar heima. Það er auðvitað mun betri kostur heldur en að kaupa alltaf nýja og nýja gler- eða plaststauka sem boðið er upp á í matvöruverslununum, með tilheyrandi sorpi.