Ég hoppaði hæð mína af kæti þegar ég hafði loksins tækifæri til að kíkja í verslunina Vistveru, Grímsbæ í fyrsta sinn og fann þar til sölu umbúðalaust flúortannkrem og plastlausan silkitannþráð til áfyllingar!
OMG! Loksins, loksins! Ég hef leitað svo lengi að þessum vörum í verslunum allt í kringum mig. Ég var því ekki lengi að smella mér á herlegheitin og ég get ekki annað sagt en að þau virki þrusuvel.
PS. Ég hef engra hagsmuna að gæta gagnvart Vistveru en ég get ekki annað en mælt eindregið með þessari fallegu verslun; vöruúrvalið þar er agalega spennandi. Ég held með öllum þeim aðilum sem með starfsemi sinni hjálpa okkur hinum að minnka sorpið og gera það umhverfisvænna. 🙌