Að kaupa notað: Fjórar sóunarhlussuflugur slegnar í einu höggi

Hlutirnir á myndinni hindruðu að samskonar hlutir færu flunkunýir í neysluumferð, þeir öðluðust lengri líftíma, þeim fylgdu engar umbúðir (nema reyndar í tilfelli perunnar neðst í vinstra horni) og þeir spöruðu okkur örugglega um 35.000 kr. Fjórar sóunarhlussuflugur slegnar í einu höggi!

Vantað Notað.jpeg

Ein leiðin til að minnka sorpið og vistsporið almennt er sem sagt að reyna að kaupa þá hluti, sem maður telur sig vanta, notaða.

Þegar við teljum okkur þurfa e-n hlut er fyrsta verslunarstopp: Nytjamarkaður og/eða leit á sölusíðum á netinu. Auðvitað er heppnin ekki alltaf með manni og mér gengur t.d. (ennþá) illa að kaupa notuð föt handa sjálfri mér – en almennt gengur þetta vel. Í janúar keyptum við t.d. fleiri notaða hluti en nýja.

Dæmi um sölusíður á netinu með notaða hluti:
– bland.is
– kassi.is
– Ótal Facebook sölusíður um ólíka hluti
– o.s.frv.
(Á slíkum síðum er líka um að gera að auglýsa eftir tilteknum hlut/hlutum til að kaupa).

Dæmi um sölustaði með notaða hluti af ýmsu tagi:
– Kolaportið
– Góði hirðirinn, Fellsmúla 28
– Efnismiðlun Góða hirðisins, Sævarhöfða
– Barnaloppan, Skeifunni 11 (notaðar barnavörur)
– Spúútnik, Kringlunni og Laugavegi (föt)
– Gyllti kötturinn, Austurstræti (föt)
– Rauða kross búðirnar, Hlemmi og Mjódd
– Hertex, Garðastærti og Grafarholti
– Nytjamarkaður Samhjálpar, Ármúla 11
– Basarinn, Háaleitisbraut 68, Austurveri
– Fornbókabúðin, Klapparstíg 25-27
– Antíkverslanir
– Notuð húsgögn, Skemmuvegi 6, Kópavogi
– Nytjamarkaður ABC, Hafnarfirði og Kópavogi
– Kompan, Reykjanesbæ
– Nytjamarkaðurinn, Selfossi
– Búkolla, Akranesi
– Antíkmarkaður Kristbjargar Traustadóttur, Akranesi
– Nytjamarkaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms, Borgarnesi
– Rauði krossinn, Borgarfirði
– Rauði krossinn, Sauðárkróki
– Geðræktarmiðstöðin Vesturafl, Ísafirði
– Græni unginn, Akureyri (notaðar barnavörur)
– Hertex, Akureyri
– Fjölsmiðjan, Akureyri
– Rauði krossinn, Akureyri
– Rauði krossinn, Húsavík

Allar ábendingar um fleiri verslanir eru vel þegnar!

Þessi færsla var birt undir Notaðir hlutir (gefins, keypt, selt). Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s