Lífrænn úrgangur 

 

Af hverju að flokka lífræna úrganginn úr heimilissorpinu?
– Það getur minnkað sorpið um 30-35%.
– Það leiðir til minni losunar á öflugum gróðurhúsalofttegundum á urðunarstöðum (sjá neðar).

Hvað á að gera við lífræna úrganginn?
– Jarðgera hann heima fyrir (held það sé minna mál en maður heldur!),
– nota brúnu tunnurnar (þar sem þær eru í boði) eða
– fara með hann á sorpmóttökustöðvar.

Af hverju heimajarðgerð?
– Maður fær sinn eigin áburð, þ.e. moltu, einn besta jarðvegsbæti sem völ er á.
– Maður sparar flutning á úrganginum.

Til er fjöldi lausna til jarðgerðar – í garðinum, á svölunum, jafnvel í eldhúsinu! – og mjög góðar leiðbeiningar til staðar, t.d. hér: https://www.ust.is/einstaklingar/urgangur/heimajardgerd/
og hér: http://www.natturan.is/samfelagid/efni/10629/

Svo er frábær FB-hópur „Áhugafólk um moltugerð“ en þar er hægt finna fróðlegar umræður og reynslusögur 
https://www.facebook.com/groups/1423820791237084/

… og hér er FB-hópur fyrir þá sem nota Bokashi á Íslandi:
https://www.facebook.com/groups/285372545484816/?hc_location=ufi
(„Jarðgerðarfélagið – Bokashi“)

Í dag söfnum við lífrænum úrgangi í IKEA dall og losum hann á endurvinnslustöðinni einu sinni til tvisvar í mánuði. Við hlökkum mikið til að skella okkur út í heimajarðgerð þegar við flytjum heim til Íslands í sumar!

PS. Við niðurbrot á lífrænu efni á urðunarstað (þar sem súrefni kemst ekki að lífræna efninu – öfugt við það sem gerist við heimajarðgerð) myndast metan. Metan er mjög öflug gróðurhúsaloftegund, en hver sameind af henni veldur um 21x meiri hlýnunaráhrifum í andrúmsloftinu en ein sameind af koldíoxíði.
Gróðurhúsaáhrifum urðunarstaðarins í Álfsnesi hefur þó verið haldið í lágmarki en þar hefur metan verið framleitt fyrir íslenskan bílaflota síðan 2000. Árið 2004 samsvaraði metangasframleiðslan þar um 2.2. milljón bensínlítra!
(Heimild: metan.is)

PPS. Svo má ekki gleyma því að auðvitað vill maður halda lífræna úrganginum í lágmarki með því að huga sérlega vel að minni matarsóun.

Lífrænn úrgangur. Jarðgerð.

 

Þessi færsla var birt undir Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s