Einnota kaffihylki

Á Íslandi eru seld 25 þúsund Nespresso hylki á dag.

Það þýðir 9 milljón hylki á ári skv. frétt mbl um helgina (sjá hlekk f. neðan). Þar kemur líka fram að verið sé að opna nýja hylkjaverslun í Smáralind og að það eigi að bæta við sjálfsölum úti á landi.

Ergo: Stefnt er að aukinni hylkjasölu á Íslandi.

Sagt er: „Það er í fínu lagi að kaupa þessi hylki því þau eru úr áli og því endurvinnanleg – og í öðrum tilfellum má kaupa niðurbrjótanaleg lífplasthylki sem má setja í jarðgerð.“

Gott og vel, en með því að sleppa neyslu á þessum einnota hylkjum má hins vegar koma í veg fyrir sóun á:
– Hráefnunum sem fara í hylkin til að byrja með (bæði álhylkjanna og þeirra sem eru niðurbrjótanleg).
– Orku og losun við framleiðslu og flutning hylkjanna (bæði álhylkjanna og þeirra sem eru niðurbrjótanleg).
– Orku og losun við flutning tómra hylkja í endurvinnslu.
– Orku og losun við endurvinnslu hylkjanna.
– Hráefnum hylkja sem rata ekki í endurvinnslu.

Það má gera með:
– Umbúðalausu kaffi (t.d. í Kaffitári).
– Kaffi í hefðbundnum kaffipokum.
– Fjölnota hylkjum, pressukönnum, uppáhellingum af ýmsu tagi o.s.frv.
– Ekki drekka kaffi ( 🙈…nei, gekk ég of langt núna?….! Það er amk hægt að minnka kaffidrykkjuna…)

(… og ekki væri verra ef valið væri lífrænt ræktað kaffi, þar sem ekkert skordýraeitur hefur verið notað… )

Jú, í einhverjum þessara tilfella fylgir annars konar sóun, en hún er aldrei jafnmikil og hjá einnota hylkjum.

Endurvinnsla er frábær en hún getur aldrei verið svarið við neyslu- og loftslagsvandanum okkar. Hún er bara ein leið til að meðhöndla sorp, á meðan best væri að takmarka það með öllu með því að kaupa minna og kaupa vistvænt.

Góðar kaffineyslu- og sorpstundir! ☕️😊

PS. Best að taka fram að fyrir um tveimur árum síðan losaði ég mig við kaffihylkjavélina okkar, eftir örugglega 7 ára hylkjainnkaup af ýmsu tagi. Þannig að ég hef svo sannarlega tekið þátt í þessum hylkjaneyslupakka. Í staðinn fékk ég notaða kaffivél sem malar baunir; hávaðasaman hlunk sem mér þykir óskaplega vænt um.

P.S: Hér er hlekkur á fréttina á mbl:
https://www.mbl.is/…/05/04/selja_25_thusund_kaffihylki_a_…/…

 

Einnota kaffihylki

Einnota kaffihylki

Þessi færsla var birt undir Ýmis heimilisvarningur, Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s