Afmælisundirbúningurinn er að ná hámarki og í gær var skreytt með fjölnota, heimagerðu skrauti. Þorgerður Erla útbjó origami gjafapoka. Theodór hannaði og föndraði veifulínu og afmælisbarnið Magnús henti í nokkrar risaeðlur. Allt gert úr efnivið sem við áttum í skúffum og skápum – og að frumkvæði krakkanna.
PS. Veifulínan og risaeðlurnar voru hengdar upp með kennaratyggjói sem hægt er að nota aftur og aftur…
Bakvísun: Börn – Plastlaus september