Einstaklingsbundið ferðalag

IMG_1246 (1)Þetta er hann Ömmi. Að hans mati er fljótandi brúsasjampó það eina sem kemur til greina þegar kemur að hárþvotti. Honum þykir hársápustykkin fela í sér skerðingu á lífsgæðum sem hann er sko ekki tilbúinn að taka á sig, og hana nú! Það er hins vegar ekkert mál fyrir hann að sækja tilbúinn mat í fjölnota box að heiman (fólkið á veitingastaðnum í hverfinu er m.a.s. farið að spyrja að fyrra bragði hvort hann komi með box, þegar hann hringir og pantar). Hjá mér er þetta alveg öfugt – mér finnst ennþá frekar erfitt að fara með box til að sækja brottnámsfæði („Take away“) en hársápustykkin eru ekkert mál.

Vegferðin að minna sorpi getur nefnilega verið svo ótrúlega misjöfn og einstaklingsbundin – og stundum getur það verið erfitt þegar fjölskyldumeðlimir ganga ekki í takt. Sumir vilja kannski taka stærri vistvænni spor en aðrir á heimilinu. Kannast ekki flestir við þessi vandræði? Og hvað gera bændur þá?

Ég vildi að ég væri með töfralausnina en mér dettur í hug þrjú lykilorð: Gagnkvæm virðing, þolinmæði og ávinningur. Þau sem vilja ganga hraðar skulu halda ótrauð og þolinmóð áfram og benda um leið á þann mikla ávinning sem minna sorp felur í sér, sem er m.a. aukinn sparnaður, minna af drasli á heimilinu, meiri tími, heilnæmari mataræði, ákveðin vellíðan sem fylgir því að bera ábyrgð á eigin neyslu ásamt betri framtíð fyrir börnin okkar og umhverfið!

PS. Ég hef ekki enn fundið stað í okkar nágrenni þar sem hægt er að kaupa fljótandi sjampó í áfyllingu fyrir hann Ömma. Þegar við flytjum til Íslands verður stefnan sett á Grænu stofuna – hárgreiðslustofu, Óðinsgötu, en þar er hægt að kaupa hárvörur í fjölnota ílát sem maður kemur með að heiman. (NB. Ég er ekki í samstarfi við þessa stofu, mér finnst þetta bara svo frábær þjónusta og ég hlakka til að nýta mér hana!).

Þessi færsla var birt undir Á ferðinni, Hreinlætis- og snyrtivörur, Matarinnkaup og eldhús, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s