Höfum við raunverulega þörf fyrir plástra? Maður hefur gripið í þá ósjálfrátt í gegnum árin til að skella á litlar skeinur og skurði. Í mörgum tilfellum myndi duga að þvo sárið og láta loft leika um það. Ég man ekki hvernig það byrjaði en nú biðja strákarnir um kælipoka á „meiddið“ í stað plásturs. Pokann höfum við geymt til margra ára inn í ísskáp. Hann virðist bæta alla líðan og minnkar um leið sorpið!
Leit
Minna sorp; lærdómsferli fjölskyldu
Umfjöllunarefni bloggfærslna
-
Nýjustu færslurnar
Vinsælast
-