Hingað til hef ég raspað hausinn af bambustannburstunum og sett hausinn í almennt sorp og skaftið í jarðgerð eða timbur. Um daginn benti Ólöf Sigríður Magnúsdóttir (takk aftur Ólöf!) mér á mun sniðugri og fljótlegri leið sem ég var nú að prófa; að kippa hárunum af með lítilli töng eða plokkara. Ótrúlega auðveld aðgerð sem tekur ca eina og hálfa mínútu! Allt skaftið getur þá farið í jarðgerðina eða timbrið – og hárin í almennt sorp.🙌
PS. Plasttannburstar fara í landfyllingu með almenna sorpinu og eyðast upp á 500 árum…