Umbúðir utan um smjör, smjörlíki og smjörva

Hvernig flokkast eftirfarandi umbúðir?

69571509_491214391661701_5961718501553995776_n

 

– Umbúðir utan um smjörlíki
– Umbúðir utan um smjör
– Filma ofan á Smjörvanum

Þær virðast allar vera úr blönduðum efnum… er það ekki? Fer þetta ekki í almennt sorp? …Ha! Eða hvað?…

Framleiðendur þessara vara virðast hafa hreinlega gleymt að setja einhverjar upplýsingar um þetta á umbúðirnar…

Eða er ekki annars eðlilegt að búast við því að framleiðendur í dag sýni ábyrga framleiðslu með því að:


– Velja takmarkaðar, endurvinnanlegar umbúðir utan um vörurnar sínar, og
– setja skýrar flokkunarmerkingar á umbúðirnar?

… Pæling.

Ég ákvað að hringja í viðkomandi framleiðendur til að kanna málið – þeir ættu að sjálfsögðu að vita þetta upp á hár, þeir bera ábyrgð á þeim umbúðum sem þeir setja vörurnar sínar í, er það ekki?

Á öðrum staðnum gat starfsfólkið ekki svarað mér en gæðastjórinn mun hringja í mig á morgun, sem er mjög gott. Á hinum staðnum fékk ég svör sem stönguðust á við upplýsingar frá Sorpu.

 

Í þetta sinn ætla ég að taka mark á Sorpu því þau eru sérfræðingar í endurvinnslumálum.

Samkvæmt svari frá Sorpu þá teljast svona umbúðir, sem eru blanda af pappír og álfilmu, vera á mörkum þess að vera endurvinnsluhæfar, en það má þó flokka þær sem:

PAPPÍR!

(Edit: Við búum á þjónustusvæði Sorpu. Eftir að ég setti þessa færslu hér inn fékk ég þær upplýsingar að þeir sem búa á þjónustusvæði Íslenska gámafélagsins eiga að setja þessar umbúðir í almennt sorp. Mismunandi flokkunarreglur á milli bæjarfélaga einfalda ekki lífið… Það er eins gott að neytendur leiti sér upplýsinga um hvaða flokkunarreglur gilda á þeirra búsetusvæðum…).

Aðrar umbúðir á myndinni flokkaði ég svona (skv. upplýsingum sem koma fram á Smjörvanum, vel gert MS – þið getið þetta svo vel!):
– Box utan um Smjörva: Plast
– Umbúðir utan um Smjörvaboxið: Pappír

Á myndinni sést annars vel hvað myndast mikið sorp í kringum Smjörvann þannig að við ætlum að fara að fókusera meira á Smjörið og Smjörlíkið. Líklega eru bæði betri í umhverfislegu tilliti; annað er úr dýraafurðum – en hitt er vegan með pálmkjarnaolíu (sem kemur af sama ávexti og pálmaolía).

Ætli við förum ekki blandaða leið og veljum bæði… Stykkin munum við a.m.k. geyma í e.k. smjörhjálm sem við eigum, minnsta málið.

Þessi færsla var birt undir Flokkun / endurvinnsla. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s