Það er algjörlega dásamlegt að geta farið í matvörubúð eins og til dæmis Krónuna og gert vistvæn innkaup með léttum leik.🙌
Þessar vörur fóru í innkaupakörfuna í gær:
🌿 Svansvottað tannkrem í endurunnum umbúðum (það eru ekki allir á heimilinu sem vilja nota umbúðalausu tannkremstöflurnar).
🌿 Svansvottaður bökunarpappír (það eru ekki allir á heimilinu sem vilja nota fjölnota sílikon bökunarmottu).
🌿 Lífrænt vottað tómatmauk og lífrænt vottaðar kjúklingabaunir (EU vottun: laufblað mótað úr hvítum stjörnum á grænum bakgrunni).
🌿 Grænmeti og ávextir án umbúða.
🌿 Íslenskar gulrætur.
🌿 Bambustannbursti.
🌿 Íslenskar bulsur.
