Af hverju minnka sorpið?

Af hverju erum við fjölskyldan að prófa okkur áfram í því að minnka heimilissorpið okkar? Fyrir því eru fjölbreyttar og skemmtilegar ástæður:

 • Umhverfið

Flokkun og endurvinnsla eru mikilvægir þættir í okkar samfélagi en staðan er því miður þannig að þeir geta ekki talist vera aðallausnin við sorpvanda okkar tíma. Til dæmis er endurvinnsla orkufrek, verðmæti og gæði hluta tapast oft við ferlið auk þess sem reglur og merkingar um endurvinnslu hluta eru oft óljósar. Byrja þarf framar í ferlinu og minnka ALLT heimilissorp (bæði endurvinnanlegt og það sem fer í landfyllingu/brennslu), einkum með minni neyslu. Þannig reynum við að leggja okkar litlu lóð á vogarskálarnir í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

 • Þyngri budda

Heimilissorpið er minnkað með breyttu neyslumynstri. M.ö.o. er hægt að minnka sorp til muna  með því að sniðganga sem mest óþarfa við innkaup, minnka matar- og orkusóun, vera nýtin, kaupa notaða hluti í stað glænýrra út úr búð o.s.frv. Við það þyngist buddan töluvert!

 • Skemmtilegur og gefandi fjölskylduleikur

Allir fjölskyldumeðlimir geta tekið þátt og árangurinn sést fljótt!

 • Það einfaldar lífið!

Við förum sjaldnar í verslanir og á heimilinu er nú minna af dóti og drasli sem þarf ganga frá… 😉

 • Ábyrg neysla

Að lokum er þetta kannski spurning um siðferðislega nálgun? Hver og einn þarf að bera ábyrgð á eigin neyslu (þ.m.t. þeim úrgangi sem af henni hlýst) eftir eigin samvisku – til dæmis með því að reyna að takmarka sorpið og flokka það.

8var við Af hverju minnka sorpið?

 1. Nafnlaust sagði:

  Mikið er ég ánægð að sjá þessa síðu hjá þér. Frábært að fá að fylgjast með og læra. Bestu kveðjur. Sólveig

  Líkað af 1 einstaklingur

 2. Nafnlaust sagði:

  Frábært framtak, áfram þið!

  Líkað af 1 einstaklingur

 3. Ari sagði:

  Snillingur

  Líkað af 1 einstaklingur

 4. Stella Karlsdottir sagði:

  Frábært hjá þér, lærdómsríkt að fylgjast með

  Líkað af 1 einstaklingur

 5. Þrúður G. Haraldsdóttir sagði:

  Í Bærum (Osló) er nýfarið að skipta ruslatunnum í tvennt, annars vegar fyrir matarleifar og hins vegar annan úrgang. Með þessum hætti er moltugerð úr öllu lífrænu sorpi möguleg.

  Líkað af 1 einstaklingur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s