Aðaltrixin við að minnka sorpið eru tvö. Hið fyrra er að sjálfsögðu að kaupa minna, til dæmis með því að forðast allan óþarfa, nýta vel allt það sem þegar við eigum og gera við hluti sem ekki eru heilir.
Seinna trixið er að kaupa vistvænt, til dæmis með því að kaupa hluti sem eru notaðir, framleiddir í nærumhverfinu, gerðir úr vistvænum efnum, eru með e.k. umhverfisvottun og/eða eru í vistvænum/engum umbúðum o.s.frv.
Hér er listi yfir íslenskar verslanir, markaði, staði og heimasíður sem bjóða upp á vistvæn innkaup og/eða stuðla að vistvænni neyslu. Þessi listi er uppfærður reglulega. Allar ábendingar um viðbætur og betrumbætur eru afar vel þegnar! 😉
Umbúðalaus innkaup á Íslandi eru m.a. möguleg hér:
eigidilat.wordpress.com – Upplýsingar um verslanir og veitingastaði sem bjóða viðskiptavinum að koma með eigið ílát.
Matarbúðin Nándin – Austurgötu 47, Hafnarfirði (og Kolaportinu um helgar). Ný verslun sem býður upp á matvörur, hreinlætisvörur og gjafavörur í umhverfisvænum umbúðum. Meðal annars er hægt að kaupa mjólkurvörur í glerumbúðum sem hægt er að skila til verslunarinnar að notkun lokinni til endurnýtingar! Húrra fyrir þessari frábæru nýjung á Íslandi 🙂
Matarbúr Kaju – Stillholt 23, Akranesi. Frábær verslun, mikið úrval af þurrvöru í vigt og lífrænni matvöru (fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi).
Vistvera – Grímsbæ, Reykjavík og Firðinum, Hafnarfirði og Eyrarvegi 5, Selfossi. Frábær verslun með umhverfisvænar og umbúðalausar nauðsynjavörur, t.d. edik, matarsóda, tannkremstöflur, sápur af ýmsum toga, fjölnota tíðavörum o.fl.
Vonarstræti – Laugarvegi 27. Verslun sem leggur áherslu á ábyrg innkaup og býður upp á ýmsar hreinlætisvörur, snyrtivörur, heimilisvörur og dagvörur.
Selur í áfyllingu: Fill hreinlætisvörur, Sóley Organics snyrtivörur, Zoe Makeup, tannkremstöflur, lífrænar sápuskeljar, ILM kerti
Heilsuhúsið – Kringlunni. Þurrvörubar, selt í eftir vigt (mér skilst að þetta sé gert í tilraunaskyni í Kringlunni, vonandi fær hann frábærar móttökur!). Áfyllingar á sápu fyrir heimilisþrif og hárþvott. Verslanir líka í Lágmúla, Laugavegi, Smáratorgi, Selfossi og Akureyri.
Frú Lauga – Laugalæk 6, Reykjavík. T.d. grænmeti, ávextir, olía, egg
Bændur í bænum – Laugalæk 6, Reykjavík. T.d. lífrænt ræktað grænmeti og ávextir.
Rabbar Barinn – Granda Mathöll. T.d. grænmeti og kryddjurtir.
Kryddhúsið – Flatahrauni 5B, Hafnarfirði. Umbúðalaust krydd. Best að senda skilaboð í gegnum FB eða hringja til að mæla sér mót við þau.
Kaffitár – Umbúðalaust kaffi á öllum kaffihúsum Kaffitárs. Veita 15% afslátt af expressó húsblöndu Kaffitárs ef komið er með fjölnota ílát að heiman. Umbúðalaust te Kaffitári Kringlunni.
Te og kaffi – Vöruhús, Stapahrauni 11 og Fjarðarkaup. Umbúðalaust kaffi.
Græna stofan – Háaleitisbraut 68 (Austurver), Reykjavík. Umhverfisvæn hárgreiðslustofa. Áfyllingar á sjampó og hárnæringu.
Skuggafall – Fornubúðir 8, Hafnarfirði. Umhverfisvæn hárgreiðslustofa. Áfyllingar á sjampó og hárnæringu.
Barbarella – Suðurgötu 7, Reykjavík. Hárgreiðslustofa. Áfyllingar á sjampó og hárnæringu.
Höfði, þvottahús – Akureyri. Áfyllanleg og umhverfisvæn þvotta- og hreinsiefni í miklu úrvali.
Salka , Forlagið , Storytel, Rafbókavefurinn – Rafbækur og hljóðbækur.
Hnetu- og nammibarir í ýmsum verslunum – Fara með fjölnota poka að heiman (eða poka undan öðrum matvælum sem þegar hafa verið keypt) og kaupa herlegheitin í lausu.
Fara með ílát að heiman í bakaríið, í ísbúðina, í kjötborðið/kjötbúðina, í fiskiborðið/fiskbúðina, á veitingastaðinn fyrir útréttinn („Take-Away“)…
Matvæli fyrir heimilið og reksturinn:
Sölusíða Beint frá býli – Bændur innan samtakanna „Beint frá býli“ selja rekjanlegar gæðavörur úr svæðisbundnum hráefnum.
REKO á Íslandi – Bændur, heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur selja vörur sínar milliliðalaust til neytenda. Sex REKO hringir eru starfandi um land allt, hægt er að finna hópana á Facebook en REKO er eingöngu á þeim vettvangi. Afhending fer fram á sérstökum dögum á ákveðnum stöðum skv. auglýstum viðburðum. Vöruframboðið er breytilegt á milli viðburða.
Síðasti séns! – Facebookhópur þar sem verslanir auglýsa mat, sem er að nálgast síðasta söludag eða er útrunninn, með afslætti eða gefins. Einstaklingar geta líka tekið myndir af slíkum tilboðum og deilt með hópnum.
Emmson sveppir – Ostrusvepparæktun í endurunnum kaffikorgi.
Ljómalind – Borgarnesi. Bændamarkaður.
Huldubúð – Beint frá býli búð í nágrenni Akureyrar.
Bændamarkaður Hofsósi – Tilraunaverkefni. Fylgjast með opnunartíma.
seljagardur.is – Hjaltastaðir, Breiðholti, Reykjavík. Félagslandbúnaður/borgarræktun.
Krónan – Frábært úrval af vegan mat. Bændamarkaður á haustin!
Hagkaup, Kringlunni – Hægt að fá ost í ostaborði í pappírsumbúðum.
Kaupa lífrænt ræktaða matvöru þar sem boðið er upp á hana (oft líka merkt t.d. „bio“ eða „organic„). T.d. hjá Matarbúri Kaju, Bændum í bænum, heilsubúðum – og jafnvel í matvöruverslunum.
Umhverfisvænn fatnaður og fylgihlutir fyrir fullorðna:
Stína fína consignment – Strandgötu 29, Hafnarfirði. Umboðssala á notuðum fatnaði, skóm, töskum og fylgihlutum fyrir konur á öllum aldri.
Extraloppan – Smáralind. Sala á fatnaði, fylgihlutum, húsbúnaði, hönnunarvöru o.fl.
Trendport – Hafnargötu 60, Keflavík. Sala á notuðum fötum og fylgihlutum fyrir fullorðna í básum (e.k. Barnaloppa fyrir fullorðna 😉 ).
Stefánsbúð/p3 – Ingólfsstræti 2B, Reykjavík. Notaður gæðafatnaður.
Aftur – Laugavegi 39. Hönnun úr endurnýttum fatnaði.
Sisters Redesign – Litla hönnunarbúðin, Strandgötu 19, Hafnarfirði. Vinnustofa í Íshúsi Hafnarfjarðar. Íslensk hönnun úr endurunnu efni.
Guðrún Borghildur – Afturnýtir hráefni eins og leðurjakka og gömul tjöld til að búa til fylgihluti af ýmsu tagi.
Fataskiptimarkaður – Síðasta miðvikudag í hverjum mánuði á Loft hostel.
Wasteland Reykjavík – Ingólfsstræti 5. Notuð föt.
Spúútnik – Kringlunni og Laugavegi 28b. Notuð föt.
Gyllti kötturinn – Austurstræti, Reykjavík. Notuð föt.
Mynt – Hverfisgötu 16, Reykjavík. Notuð föt.
Aftur nýtt – Akureyri. Básar með notuð föt.
Ethic – Verslun Suðurlandsbraut 4 og vefverslun. Með hágæða fatnað og skó frá framleiðendum sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, greiða sanngjörn laun og huga að verndun umhverfisins við sína framleiðslu.
ORG Reykjavík – Verslun í Kringlunni. Með áherslu á tísku- og jógafatnað fyrir dömur og herra sem gerður er úr náttúrulegum og oft lífrænum efnum. Bjóða einnig lífræn ilmvötn, lífrænar olíur, ilmkjarnaolíur o.fl.
Lindex – Eru með vörulínur merktar „Sustainable Choise“ sem úr lífrænni bómull og „GOTS “ sem úr lífrænni bómull eða lífrænum trefjum og uppfyllir GOTS skilyrði fyrir félags- og umhverfisleg viðmið í gegnum öll stig framleiðslunnar. Vottað af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Lindex byggir stefnu sína m.a. á samfélagslegri ábyrgð.
Umhverfisvænn fatnaður og vörur fyrir börnin:
Barnaloppan– Skeifunni 11, Reykjavík. Notaðar barnavörur s.s. föt, leikföng, barnavagnar o.s.frv.
Barnaskiptifatamarkaður – Rauða krossinum, Mosfellsbæ, Þverholti 7, alla miðvikudaga kl. 16-18. Barnaföt 0-12 ára.
Aftur nýtt – Akureyri. Básar með notaðar barnavörur.
Litla Sif – Hanna og framleiða m.a. litríkan og líflegan barnafatnað úr endurnýttum textíl.
Hrísla – Vefverslun. Umhverfisvæn leikföng og barnavörur.
bambus.is – Verslun Nýbýlavegi 8, Kópavogi og vefverslun. Umhverfisvæn leikföng, fatnaður og aðrar barnavörur.
Regnboginn – Vefverslun. Umhverfisvænar gæðavörur fyrir börn. Fatnaðurinn er úr GOTS vottaðri lífrænni bómull, unninn á siðferðislegan máta og með sjálfbærni að leiðarljósi.
plantoys.is – Heildverslun. Umhverfisvæn leikföng og barnavörur.
Ethic – Verslun Suðurlandsbraut 4 og vefverslun. Með hágæða fatnað og skó frá framleiðendum sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, greiða sanngjörn laun og huga að verndun umhverfisins við sína framleiðslu.
Polarn og Pyret – Kringlunni. Fatnaður úr 100% lífrænni bómull.
Lindex – Eru með vörulínur merktar „Sustainable Choise“ sem úr lífrænni bómull og „GOTS “ sem úr lífrænni bómull eða lífrænum trefjum og uppfyllir GOTS skilyrði fyrir félags- og umhverfisleg viðmið í gegnum öll stig framleiðslunnar. Vottað af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Lindex byggir stefnu sína m.a. á samfélagslegri ábyrgð.
Fjölnota fyrir blæðingar, fjölnota hreinsiskífur og taubleiur:
JóGu búð – Saumar og selur fjölnota taudömubindi og hreinsiskífur.
Mjallhvít, barna- og tauvörur – Saumar og selur fjölnota taubleiur og taubindi.
Gríslingar – Saumar og selur fjölnota taudömubindi, hreinsiskífur og andlitsklúta.
Lauf – Saumar og selur taubindi og hreinsiskífur.
Lucina.is – Vefverslun með taubindi, margnota blautþurrkur og bómullarskífur o.fl.
bambus.is – Verslun Nýbýlavegi 8, Kópavogi og vefverslun. Fjölnota taudömubindi, taubleiur og fjölnota bómullarskífur.
Modibodi – Vefverslun. Fjölnota túrnærbuxur og álfabikarar.
Umhverfisvænar vörur fyrir heimilið og líkmann:
Sambúðin – Sundarborg 1. Ný verslun með alls konar umhverfisvænt fyrir líkama, heimili og heilsu – einnig gjafavörur, barnavörur og margt fleira. Hér er á ferðinni skemmtilegt samstarf fjögurra netverslana; modibodi.is, mena.is, hrisla.is og lauuf.com.
Sólheimar, Grímsnesi – Lífrænt vottaðar vörur, kerti og fleira sem er framleitt á Sólheimum.
Verandi – Umhverfisvænn líkamsskrúbbur m.a. búinn til úr endurunnum kaffikorgi ásamt íslensku salti og sjáfarþangi.
Anna Rósa grasalæknir – Krem og smyrsl úr íslenskum lækningajurtum.
Nordic angan – Ilmbanki íslenskra jurta. Ilmkjarnaolíur úr íslenskum plöntum.
Einstakar olíur – Persónuleg ráðgjöf og þjónusta varðandi eiturefnalausar ilmkjarnaolíur frá Young Living, framleiddar á vistvænan máta.
Systrasamlagið – Óðinsgötu 1, Reykjavík. Heilsubúð með lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade). Nota niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir.
Mamma veit best – Njálsgötu 1, Reykjavík og Laufbrekku 30, Kópavogi. Heilsubúð og heildsala með hágæða bætiefni, matvöru og snyrtivörur.
Litla Sif – Hanna og framleiða m.a. fjölnota veisluskraut úr endurnýttum textíl.
bambus.is – Verslun Nýbýlavegi 8, Kópavogi og vefverslun. Umhverfisvænar vörur fyrir heimilið.
Mistur – Vefverslun. Umhverfisvænar vörur fyrir umhverfisvænan lífsstíl.
Klaran – Vefverslun. Umhverfisvænar og endurnýtanlegar vörur til heimilisins.
Mena – Vefverslun. Umhverfisvænar vörur fyrir líkamann og heimilið.
Vonir – Vefverslun. Vörur frá aðilum sem hafa gilda Fair trade vottun.
Græn viska – Vefverslun. Umhverfisvænar vörur fyrir líkamann og heimilið.
Tropic.is – Vefverslun. Umhverfisvænar vörur fyrir lífsstílinn ásamt heimilis- og gjafavörum.
EcoÍsland – Vefverslun. Umhverfisvænar vörur.
Fyrirhana.is – Vefverslun. Náttúrulegar vörur til þess að hreinsa húð og líkama, þ.á m. sjampó í föstu formi (ekki í flösku).
Rauði krossinn Akranesi – Fjölnota pokar.
Fánapokar – fjölnota pokar – Vefverslun. Saumar og selur létta, sterka og endingargóða fjölnota poka (t.d. fyrir garðúrgang, flöskur og dósir) úr endurnýttu efni.
Fjölnota – Vefverslun. Hanna og framleiða fjölnota nestisumbúðir.
AGUSTAV – Íslensk húsgögn, hönnun og framleiðsla. Umhverfisvænar umbúðir og gróðursetja tré fyrir hverja selda vöru.
Sixties retró húsgögn – Skriðustekk 29, Reykjavík. Húsgögn.
Notað og nýtt – Skemmuvegi 6, Kópavogi. Húsgögn.
Fornbókabúðin Bókin – Klapparstíg 25-27, Reykjavík.
Fróði fornbókabúð – Kaupvangsstræti 60, Akureyri.
Vistvænir veitingastaðir, kaffihús, gisting og önnur ferðaþjónusta:
Veganvalkostir – Frábær yfirlitssíða yfir íslenska veitingastaði og verslanir sem bjóða upp á veganrétti og veganmatvörur.
Svansvottuð hótel og veitingastaðir – Aðilar sem hafa innleitt aðgerðir og ferla til að lágmarka umhverfisáhrif vegna rekstursins.
Ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa innleitt Vakann – „Vakinn“ er gæðakerfi innan íslensku ferðaþjónustunnar. Innleiðing Vakans tryggir gæði, öryggi, umhverfisvitund og samfélagslega ábyrgð þátttakenda.
Dekk og varahlutir fyrir bílinn:
Netpartar.is – Byggðarhorni 38, Selfossi. Vottað fyrirtæki í umhverfisvænni endurvinnslu á bifreiðum og verslun með notaða varahluti.
Dekkjasalan – Hafnarfirði. Umboðssala fyrir notuð dekk á allar gerðir bíla.
Dæmi um sölusíður á netinu með notaða hluti af ýmsu tagi:
– bland.is
– kassi.is
– Gefins allt gefins
… og ótal fleiri Facebook sölusíður um ólíka hluti.
(Á slíkum síðum er líka um að gera að auglýsa eftir tilteknum hlut/hlutum til að kaupa).
Dæmi um nytjamarkaði með notaða hluti af ýmsu tagi:
– Kolaportið – Flóamarkaður.
– Góði hirðirinn – Fellsmúla 28, Reykjavík.
– Efnismiðlun Góða hirðisins – Sævarhöfða, Reykjavík. Tilgangur markaðarins er að koma efni í endurnýtingu áður en það fer til endurvinnslu.
– Rauða kross búðirnar – Hlemmi og Mjódd, Reykjavík.
– Hertex – Garðastærti og Grafarholti, Reykjavík.
– Nytjamarkaður Samhjálpar – Ármúla 11, Reykjavík.
– Basarinn – Háaleitisbraut 68, Austurveri, Reykjavík.
– Vonir og bjargir – Grensásvegi 14b, Reykjavík.
– Antíkverslanir.
– Nytjamarkaður ABC – Hafnarfirði og Kópavogi.
– Kompan – Reykjanesbæ.
– Nytjamarkaðurinn – Selfossi.
– Búkolla – Akranesi.
– Antíkmarkaður Kristbjargar Traustadóttur – Akranesi.
– Nytjamarkaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms – Borgarnesi.
– Rauði krossinn – Borgarfirði.
– Rauði krossinn – Sauðárkróki.
– Geðræktarmiðstöðin Vesturafl – Ísafirði.
– Hertex – Akureyri.
– Fjölsmiðjan – Akureyri.
– Rauði krossinn – Akureyri.
– Rauði krossinn – Dalvík.
– Rauði krossinn – Húsavík.
– Hirðfíflin – Vopnafirði.
– Rauði krossinn – Stöðvarfirði.
Fleiri leiðir fyrir vistvæna neyslu:
Reykjavik Tool Library – Eyjaslóð 3, Reykjavík. Leiga á verkfærum. Viðburðir, kennsla og aðstoð við viðgerðir á margvíslegum hlutum.
Bókasöfn – Almenningsbókasöfn. Lán á bókum, tímaritum, geisladiskum og DVD.
Artótek – Leiga á íslenskri samtímamyndlist til almennings og fyrirtækja.
Artótek Norræna hússins – Leiga á listaverkum eftir norræna listamenn.
Saumastofur og saumaverkstæði um land allt – Viðgerðir á fatnaði og öðrum textíl.
Everest Reykjavík, Skíðaþjónustan Akureyri, skíðasvæði Bláfjöllum, Ísafirði, Hlíðarfjalli, Dalvík og Stafdal – Leiga á skíðum.
Leigumarkaður Byko – Skemmuvegi í Breidd, Kópavogi, úrval verkfæra og tækja til leigu.
Áhaldaleiga Húsasmiðjunnar – Í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt. Flest þau verkfæri sem þarf við smíði og viðhald fyrir heimilið, pallinn eða garðinn.
Íslensk hönnun – íslenskt handverk – íslensk framleiðsla – íslenskt hugvit
Viltu kolefnisjafna þig eða fyrirtækjareksturinn?
Votlendissjóðurinn – Dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda með endurheimt votlendis.
Kolviður – Kolefnisbinding með trjáplöntun.

Umhverfisvæn innkaup, vistvæn neysla á Íslandi