Þrír flokkar undir textíl í merkta, glæra poka ;)

Við erum með þrjú mismunandi flokkunarílát undir textíl sem ekki kemur lengur að góðum notum á heimilinu:

♻️ Heillegur textíll sem hægt er að nota áfram í sama formi/endurnýta.
♻️ Ónýtur textíll með götum, blettum o.þ.h. sem á heima í e.k. endurvinnslu.
♻️ Stórir og smáir spottar og borðar sem eiga heima í e.k. endurvinnslu.

Um daginn voru þessi ílát orðin vel full þannig að ég gekk frá smá sendingu í Rauða kross gáminn. 

Ég fann til glæra poka sem höfðu fallið til við við e-r heimilisinnkaupin (m.a. plastpoka undan klósettrúllum) og kom textílnum fyrir í þeim. 

Ég skrifaði á málningarteip smá upplýsingar um innihaldið, sem ég skellti svo á pokana. 

Hvoru tveggja auðveldar vinnuna hjá þeim sem mun taka við sendingunni og flokka í rétta endurrnýtingar/endurvinnslu farvegi hjá RK. 👀 ♻️ ✅

Það sést kannski illa á myndinni en pokarnir voru fjórir og þeir merktir með eftirfarandi hætti: 
1) Dúkar, teppi, lín – 2) Gluggatjöld – 3) Ónýtur textíll – 4) Spottar og borðar. 😉

Collage created using TurboCollage software from http://www.TurboCollage.com

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd