Ónotuðum plastmöppum skilað aftur til skólans

Meistaramánuður – Minna heimilissorp!

Tækifæri til að minnka sóun/bjarga verðmætum í nærumhverfinu? Bendum á þau – allir hagnast 🙂

16602398_10211875313255205_4126058135917185421_o

Um daginn fórum við Þorgerður Erla í gegnum skóladótið hennar frá síðasta skólaári. Við tókum frá það sem við vildum geyma og það sem við gátum endurnýtt í föndur – og settum svo afganginn í pappadallinn. Eftir stóðu 10 plastmöppur (sbr. mynd, sem ég fékk lánaða á netinu). Þær voru í fullkomnu ástandi en við sáum þó fram á að hafa engin not fyrir þær. Hvað áttum við að gera við þær? Varla henda þeim! Eftir smá umhugsun fannst okkur lang farsælast að losna við þær með því að skila þeim bara aftur í skólann – það var greinilega þörf á þeim þar. Við komum við á skólaskrifstofunni og starfsfólkið þar tók við möppunum með bros á vör – og svolítið hissa kannski.

Ég hugsaði svo með mér að það væru örugglega fleiri heimili með börn í skólanum sem væru í sömu sporum, þ.e. í óvissu með hvað gera ætti við fjöldann allan af heilum, ónýttum plastmöppum – og eflaust myndu margar daga uppi ofan í geymslum eða enda í ruslinu. Ekki gat ég getið mér til um hver heildarfjöldinn væri, en bara á 100 heimilum væru amk 1000 möppur – það eru hellings hráefni og verðmæti í því! Ég sendi því tillögu til foreldrafélagsins um að börnum/foreldrum væri gefinn sérstakur kostur á að skila inn gömlum, vel með förnum möppum til skólans á skilgreindan stað – ætti að vera tiltölulega einfalt ferli. Með því móti gætu heimilin losnað við ónýtta hluti af heimilinu með góðum hætti og skólinn endurnýtt verðmæti sem hann hafði þegar fjárfest í. Erindið var áframsent til stjórn skólans og er víst til úrlausnar þar. Sjáum hvað setur.

Mín skoðun er amk sú að maður eigi að vera með augun opin fyrir tækifærum í sínu nærumhverfi (í vinnu, skóla, leikskóla, ræktinni, búðinni osfrv) til að minnka sóun og/eða bjarga verðmætum með einhverjum hætti (nota fjölnota bolla í stað einnota mála, nota tómatsósuflöskur í stað bréfa osfrv) – og hiklaust að benda hlutaðeigendum á tillögur til betrumbóta – til hagsbóta fyrir alla

Þessi færsla var birt undir Nærumhverfið. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s