Markaðsefni inn um lúguna: „Return to sender“

Hefur e-r fengið fyrirtækjamerkt dagatal fyrir árið 2019 inn um lúguna? Eru engin not fyrir það á heimilinu/vinnustaðnum? Þá væri kannski ekki vitlaust að endursenda það til markaðssviðs viðkomandi fyrirtækis með kveðju og vinsamlegri tillögu um umhverfisvænni markaðssetningu. Væri til dæmis hægt að senda slík dagatöl eingöngu til þeirra aðila sem óska eftir þeim sérstaklega? Nú, ef þeir eru ekki það margir eftir allt saman, er þá kannski tími til kominn að endurskoða þennan markaðsvarning?

Eflaust finnst sumum svona endursending vera fáránleg aðgerð sem skilar engu nema fyrirhöfn og neikvæðum umhverfisáhrifum póstsendingarinnar, þetta er jú „bara“ nokkrir pappírsbleðlar bundnir saman með gormi.

Fyrir öðrum gæti þetta verið táknrænn umhverfisgjörningur sem gaman væri að framkvæma í tilefni áramótanna og jafnvel í ljósi fyrirheita um vistvænni lífsstíl. Hver veit, endursendingin og meðfylgjandi skilaboð gætu opnað augu viðtakandans og leitt til jákvæðra breytinga í framhaldinu. Maður veit aldrei. En dropinn holar a.m.k. steininn.

PS. Hvað ætli mörg svona dagatöl endi beint í tunnunni, um þetta leyti á hverju einasta ári? 🤫

 

49690808_971706189681162_4186744007155515392_o

Þessi færsla var birt undir Nærumhverfið, Sorppælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s