Jess! Jarðgerðartunnan kom í garðinn í vikunni. Nú getum við skellt ÖLLUM lífrænum úrgangi í tunnunna, ALLAN ársins hring. ENGIN lykt og ENGAR skordýraplágur sveimandi í kring. 🙌
Allt sem við fengum okkur var:
– Lokuð, einangruð jarðgerðartunna (t.d. hægt að fá hjá Gámaþjónustunni, Borgarplasti og líklega Garðheimum).
– Stoðefni (hjá Gámaþjónustunni) til að halda niðurbrotinu virku allan ársins hring.
– Loftstaf eða gaffal til stinga í úrganginn og hleypa lofti að honum.
Tunnan kom 6. ágúst og við settum í hana lífrænan úrgang sem við höfðum safnað í eldhúsinu síðan 1. ágúst. Að sjálfsögðu pössum við upp á að takmarka lífræna úrganginn með minni matarsóun 😉
Við fórum með kerru til að sækja tunnuna en það var algjör óþarfi, hún var ósamsett og hefði alveg komist fyrir í skottinu.
Í Highlights á Instagraminu okkar má sjá þegar græjan lenti á svæðinu og var sett upp! 🙂
https://instagram.com/minnasorp?igshid=6zzgrboqzcz0