Í kringum okkur bjóða sífellt fleiri almennar matvöruverslanir, stórar sem smáar, upp á umbúðalaus innkaup á algengum þurrmat eins og grjónum, kaffibaunum, höfrum, baunum osfrv. Þetta þarf alls ekki að vera flókið. Þessar myndir eru annars vegar frá stórri Carrefour-verslun í frönskum bæ og hins vegar frá lítilli kaupmannsbúð í svissnesku fjallaþorpi.
Vonandi förum við að sjá þessa þróun á Íslandi líka. Um að gera að spyrjast fyrir um þetta aftur og aftur í næstu matvöruverslun!
Á eftirfarandi hlekk má sjá uppfærðan lista m.a. yfir þá staði á Íslandi þar sem kaupa má vörur í lausu, sem yfirleitt eru í umbúðum annars staðar:
https://minnasorp.com/vistvaen-innkaup-a-islandi-umbudalaus/